Páfi klæðist ekki Prada

Páfi í rauðu skónum.
Páfi í rauðu skónum. Reuters

Eftir áralangar vangaveltur um að Benedikt páfi gangi í skóm frá ítalska tískuhúsinu Prada hefur opinbert dagblað Páfagarðs hafnað þeim orðrómi og sagt hann hégómlegan.

Tímaritið Esquire útnefndi páfa í fyrra „fylgihlutameistara ársins“ vegna rauðu skónna sem hann gengur í og tískufrömuðir hafa getið sér til um að hafi verið hannaðir af Prada.

Páfagarður hefur hingað til hvorki hafnað því né staðfest að svo sé, en vegna sífelldra vangaveltna um klæðnað páfa birti Osservatore Romano fordæmingu á fjölmiðlafregnum sem sagðar voru gera lítið úr páfanum.

Sagði blaðið að með því að setja Benedikt á lista yfir best klæddu menn í heimi hafi Esquire sýnt hégómaskap „sem er einkennandi fyrir tíðaranda sem hneigist til lítilsvirðingar og skilningsleysis.“

Ekki greindi dagblað Páfagarðs frá því hver hafi hannað rauðu skóna, en sagði að klæði páfa hefður ekkert með hégóma að gera heldur hefðir.

„Páfi klæðist ekki Prada heldur Kristi,“ sagði blaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir