Amy Winehouse olli nokkru uppnámi á Glastonbury tónlistarhátíðinni í gær þegar hún virtist slá til aðdáanda. Talsmaður hennar sagði að einhver hefði reynt að grípa í hárið á henni og hún hefði brugðist við með því að slá til hans.
Winehouse kom fram í um klukkustund á hátíðinni, og var þetta í fyrsta sinn í sjö mánuði sem hún heldur konsert í fullri lengd í Bretlandi. Talsmaður hennar sagði að um 75 þúsund manns hefðu hlýtt á hana, og skipuleggjendur hátíðarinnar hafi sagt að aldrei hefðu svo margir verið þar saman komnir.
Umrætt atvik má sjá á fréttavef BBC.