Ástrali sem bauð líf sitt til sölu á eBay varð að bíta í það súra epli að það reyndist minna virði en í fyrstu leit út fyrir. Tilboð upp á allt að 2,2 milljónir dollara reyndust fölsk.
Ástralinn sem seldi tilveru sína heitir Ian Usher og býr í Perth. Hann brá á þetta ráð eftir að fimm ára hjónaband hans fór út um þúfur.
Galli í uppboðskerfinu gerði svikahröppum kleift að gera fölsk tilboð í Usher, en þegar upp var staðið hafði hann alls um 400 þúsund ástralska dali upp úr krafsinu.