Auglýsir hús sitt og hjarta á netinu

Trabosh fyrir utan húsið sitt á Flórída.
Trabosh fyrir utan húsið sitt á Flórída. AP

Upp­gef­in á næt­ur­klúbb­um og stefnu­móta­vefj­um er 42 ára ein­stæð móðir í Banda­ríkj­un­um nú far­in að leita að ást­inni á hús­næðismarkaðinum - og býður hús sitt og hjarta falt á net­inu.

Hún heit­ir Deven Tra­bosh og á heima á Suður-Flórída. Í heilt ár hef­ur hún reynt að selja húsið sitt, og í átta ár hef­ur hún verið ein­stæð. Nú býður hún áhuga­söm­um að kaupa húsið sitt og kvæn­ast sér um leið.

Hún aug­lýsti í síðustu viku á eBay og Craigslist: „Viltu kvæn­ast átta­villtri, banda­rískri prins­essu?“ Hún seg­ist vera róm­an­tísk og gef­in fyr­ir ferðalög, og að húsið sitt sé glæsi­legt, í af­girtu hverfi þar sem er sund­laug og tenn­is­völl­ur.

Tra­bosh er lög­gild­ur fast­eigna­sali, en hef­ur ekki unnið við það í mörg ár, og seg­ist hafa gert sér grein fyr­ir því að það myndi reyn­ast erfitt að selja húsið eins og fast­eigna­markaður­inn sé núna.

En hún full­yrðir að hjóna­bandstil­boðið sé ekki ein­ung­is aug­lýs­inga­brella.

Ekki hafa henni borist al­vöru til­boð enn sem komið er, en hátt í 500 manns hafa skrifað henni, og seg­ir hún lang­flesta taka vel í uppá­tækið. Ottie, sem á heima í Sur­rey á Englandi, sendi tölvu­skeyti og sagði: „Þú býður hið full­komna líf með hinni full­komnu, banda­rísku prins­essu.“

Einnig hef­ur hún heyrt frá Claudio, ít­ölsk­um vín- og ostasmakk­ara, og hef­ur skipst á skeyt­um við hann og von­ast þau til að geta hist í Miami eft­ir fá­ein­ar vik­ur.

Dæt­ur Tra­bosh eru ekki alltof hrifn­ar af þessu uppá­tæki henn­ar. Sú eldri, sem er 21 árs, seg­ist sann­ar­lega vona að móðir sín finni ást­ina, en yngri dótt­ir­in, sem er 14 ára, seg­ist skamm­ast sín fyr­ir mömmu sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka