Kate verður heima á jólunum

Kate Middleton
Kate Middleton Reuters

Kate Middleton, kærasta Vilhjálms Bretaprins, hefur hafnað boði Elísabetar Englandsdrottningar um að halda jól með bresku konungsfjölskyldunni annar árið í röð. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Talið er að Kate og Vilhjálmur ætli að opinbera trúlofun sín í apríl á næsta ári og að Kate vilji bíða þangað til með að tengjast konungsfjölskyldunni nánari böndum. „Kate telur það heiður að hafa verið boðið til Sandringham en hún veit að næstu jól verða líklega hennar síðustu jól með sinni eigin fjölskyldu. Hún hefur því valið að vera með þeim," segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Daily Mail.

Middleton mun þó koma til Sandringham á annan í jólum og taka þátt í árlegum jolaveiðum konungsfjölskyldunnar þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar