Paul Simon hélt tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld og voru tónleikarnir vel sóttir og hljómur góður í höllinni. Paul hóf tónleikaferð sína um Evrópu í Laugardalshöllinni en hann sagði í samtali við Morgunblaðið um helgina að Ísland væri staðurinn sem hann hlakkaði einna mest til að heimsækja í þessari ferð.
Paul Simon hefur verið í sviðsljósinu í meira en fjörutíu ár en hann öðlaðist fyrst heimsfrægð sem lagahöfundur og helmingur dúósins Simon and Garfunkel.