Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst tvennum næstu tónleikum sínum eftir Náttúrutónleikana sem voru haldnir um síðustu helgi. Fyrri tónleikarnir áttu að fara fram í Sheffield á Englandi, en hinir á tónleikahátíð í Hertfordshire. Ólíkar ástæður liggja að baki þess að aflýsa þurfti tónleikunum tveimur.
Á tónleikunum í Laugardal sagði Björk áhorfendum frá því hún ætti við eymsli í hálsi á stríða og á bjork.com kemur fram að læknar hafi ráðlagt henni að hvíla röddina. Ekkert verður því af tónleikunum í Sheffield í kvöld, sem reyndar höfðu áður verið færðir, en þau sem eiga miða fá þá endurgreidda.
Á heimasíðunni segir að Björk þyki það mjög leitt að þurfa að blása tónleikana af og biður hún miðakaupendur afsökunar.