Fyrsta samkynhneigða parið giftist í kirkju

Katrín Þóra Víðisdóttir og Erla Björk Pálmadóttir við Melstaðarkirkju í …
Katrín Þóra Víðisdóttir og Erla Björk Pálmadóttir við Melstaðarkirkju í Miðfirði mbl.is/Karl Sigurgeirsson

Kær­ustuparið Katrín Þóra Víðis­dótt­ir og Erla Björk Pálma­dótt­ir verður fyrsta parið sem vígt verður í staðfesta sam­vist í ís­lenskri kirkju eft­ir að ný lög sem heim­ila slíkt tóku gildi 27. júní sl. At­höfn­in verður í Melstaðar­kirkju í Miðfirði í dag.

Katrín er þrítug og hef­ur verið bú­sett í Húnaþingi frá barnæsku og Melstaðar­kirkja er henn­ar ferm­ing­ar­kirkja. Erla Björk er frá Geita­bergi í Borg­ar­f­irði, gekk í Heiðaskóla og kirkj­an henn­ar var Saur­bæj­ar­kirkja á Hval­fjarðar­strönd. Þær hafa búið sam­an á Akra­nesi í hálft annað ár og festu ný­verið kaup á íbúð. Á heim­il­inu er einnig hund­ur­inn Kleopatra.

Þær höfðu áformað að fá borg­ara­lega at­höfn hjá sýslu­manni á Akra­nesi og síðan bless­un­ar­stund í kirkju. Þeim var þá bent á hin ný­samþykktu lög, þar sem prest­um var heim­ilað að gefa sam­an pör í staðfesta sam­vist.

Sr. Sig­urður Grét­ar Sig­urðsson, sókn­ar­prest­ur á Hvammstanga, mun gefa þær sam­an. Aðspurður seg­ist Sig­urður hafa átt þátt í að leiða til lykta deilu­mál um aðkomu kirkj­unn­ar að bless­un sam­banda sam­kyn­hneigðra ein­stak­linga, en tek­ist var á um þau mál á presta­stefnu á Húsa­vík á liðnu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell