Rósir, kynlíf og dauðinn

Undirbúningur er hafinn að því að kvikmynda skáldsöguna Afleggjarann eftir Auði A. Ólafsdóttur. Það var framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions sem samdi við Auði og bókaforlagið Sölku um kvikmyndaréttinn að bókinni og vinna við handritsgerð stendur nú yfir. Víkingur Kristjánsson leikari og framleiðandinn Elfar Aðalsteinsson gera fyrstu drög að handritinu sem verður síðan unnið áfram.

„Ég hef kallað þessa bók óð til karlmennskunnar, hún fjallar meðal annars um mörg hlutskipti karlmanns,“ segir rithöfundurinn og listfræðingurinn Auður. „Þarna er kornungur maður sem eignast óvart barn með vinkonu vinar síns og ég er að velta svolítið fyrir mér kynhlutverkunum og snúa svolítið upp á þau. Hann er að leita að sjálfum sér þessi ungi maður og það segir í bókinni að hann sé með þrennt á heilanum; rósir, kynlíf og dauðann. Þetta er þroskasaga, ástarsaga og ferðasaga.“ Frásögnin hefst á Íslandi, en berst síðan suður á bóginn, til ónefnds lands við Miðjarðarhafið. „Ég set hann þarna í lítið þorp sem er hvergi til nema í skáldsögunni og huga lesandans.“

Í samningum er kveðið á um að Auður komi að gerð handritsins. Hún segist hafa hikað fyrst þegar hugmyndin var borin undir hana en bakgrunnur hennar í listfræði hafi ráðið úrslitum. „Það er ekkert alltaf þannig að rithöfundar skrifi handrit að kvikmyndum sem byggjast á sögum þeirra, en mig langaði að koma að þessu eins og listfræðingur. Ég vinn við það að kenna fólki að lesa myndir, skilja myndmál og í rauninni breyta orðum í myndir og myndum í orð. Þegar ég skrifaði bókina þá fannst mér ekki útilokað að þetta yrði kvikmynd og ég var með ýmsar lausnir í huga og hliðarhugmyndir sem fóru ekki inn í bókina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar