Skilnaður Brinkley vekur umtal

Christie Brinkley (th) með Cheryl Tiegs en báðar voru þær …
Christie Brinkley (th) með Cheryl Tiegs en báðar voru þær heimskunnar fyrirsætur. AP

Mikið er nú fjallað um hjónaband fyrrum ofurfyrirætunnar Christie Brinkley og arkitektsins Peter Cook í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Gögn í skilnaðarmáli þeirra voru að kröfu Brinkley birt fyrr i vikunni en dómari hafði þá hafnað kröfu umboðsmanns barna þeirra um að þau yrðu ekki gerð opinber. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Fram kemur í gögnunum að Cook hafi greitt unglingsstúlku sem hann átti í kynferðislegu sambandi við 300.000 dollara til að koma í veg fyrir að hún kærði hann fyrir kynferðislega áreitni.

Stúlkan Diana Bianchi, staðfesti við réttahöld vegna málsins á miðvikudag að  hún hafi átt í sambandi við Cook og þegið af honum peninga.

„Það er ekki hægt að bæta fyrir slíkt. Peter hefur beðist afsökunar. hann hefur grátið úr sér augun. Hann hefur glatað hjónabandi sínu,"  segir Norman Sheresky, lögmaður Cook. „Í guðanna bænum. Þetta er hennar fjórða hjónaband. Við erum hér vegna sjálfsdýrkunar öskureiðrar svikinnar konu. Hvers konar móðir er það sem vill láta hýða eiginmann sinn opinberlega?" 

Hjónin gerðu með sér kaupmála áður en þau gengu í hjónaband en deila nú um forræði yfir 13 ára syni sínum og tíu ára dóttur.

Brinkley var áður gift tónlistarmanninum Billy Joel á árunum 1985-1994, og samdi hann lagið Uptown Girl til hennar. Auk þess var hún gift Jean-François Allaux, 1973–1981 og Richard Taubman,1994–1995

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar