Dýraverndarsinnum tókst að bjarga háhyrningi sem synti upp á land í Nýja Sjálandi. Ekki er vitað hvers vegna háhyrningurinn, sem er 3,4 metrar að lengd, synti upp á land þar sem ströndin þar sem honum skolaði á land er ekki á hans heimasvæði þá var háhyrningurinn fluttur landleiðina í gegnum Auckland þar sem honum var komið í sjó á ný.
Eftir einungis tíu mínútur í sjónum þá synti háhyrningurinn á brott og virtist ekkert ama að honum.