Aldrei saman á ný

Frá frumsýningu Mamma Mia í Stokkhólmi á föstudagskvöldið
Frá frumsýningu Mamma Mia í Stokkhólmi á föstudagskvöldið Reuters

Hljómsveitin Abba mun aldrei koma saman á sviði á ný, segja þeir Björn Ulvaeus og Benny Andersson, í viðtali við Sunday Telegraph í dag. Segja þeir einfaldlega ekkert tilefni vera til þess. Hljómsveitin mætti öll við frumsýningu kvikmyndarinnar Mamma Mia í síðustu viku í Stokkhólmi. Meginþema myndarinnar er tónlist hljómsveitarinnar.

„Við viljum að fólk muni eftir okkur eins og við vorum, upprifinn og full af metnaði," segir Ulvaeus í viðtalinu.

Hann segist muna eftir því þegar Robert Plant sagði að Led Zeppelin væri ábreiðuhljómsveit þar sem þeir fluttu ábreiður af eigin tónlist. „Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið."

Andersson segist furða sig á því hvað lög hljómsveitarinnar hafi lifað lengi. „Þú veist hvernig popp tónlist er. Hún er þegar hún er og við vorum sannfærð um að það sama myndi gilda um okkur."

Abba hætti að koma fram árið 1982 en meðlimir hennar hafa aldrei formlega sagt að hún væri hætt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan