Fyrstu pandahúnar ársins

Pöndu birnan Guo Guo eignaðist tvo litla húna á sunnudaginn var. Guo Guo hafði verið bjargað var frá Wolong pöndurannsóknarmiðstöðinni í Sichuan héraði í Kína í kjölfar jarðskjálftanna sem ollu miklu tjóni þar fyrr á árinu.

Samkvæmt CNN fréttastöðinni eru þetta fyrstu pandabirnirnir sem gotið er á þessu ári. Guo Guo eignaðist húnana í Ya'an héraði þangað sem hún hafði verið flutt eftir að hún náðist í kjölfar jarðskjálftanna.

Ofsahræðsla greip Guan Guan við jarðskjálftana og slapp út af rannsóknarmiðstöðinni en fannst sólarhring síðar með fyrr greindum afleiðingum.

Fyrri húnninn mældist 170 grömm en sá sem kom hálftíma síðar hefur Guo Guo borið um í munni sínum.

Það voru 63 pöndur í Wolong fyrir jarðskjálftana en 18 girðingar eða pönduathvörf eyðilögðust í jarðskjálftunum og 14 önnur skemmdust mikið. Ein pandan drapst og einnar er enn leitað.

Um það bil 1590 pöndur lifa í óbyggðum Kína en um 1400 þeirra var að finna í þeim hluta af Sichuan sem jarðskjálftarnir skóku.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup