Q hælir íslenskum metal

Sign fær góða dóma fyrir The Hope.
Sign fær góða dóma fyrir The Hope. Reuters

Breskir fjölmiðlar hafa farið lofsamlegum orðum um diskinn The Hope sem kom út í Bretlandi í þessari viku.

The Hope sem hljómsveitin Sign sendi frá sér fyrir jólin á Íslandi kom út í Bretlandi í þessari viku.

Í nýútkomnu tölulaði mánaðarritsins Q er sérstaklega mælt með The Hope sem fær 4 stjörnur af 5 mögulegum. Í umsögn um plötuna segir: „Það þarf engan að furða að Sign skilji og hafi náð tökum á leikhúsi og krafti nútíma metalsins þegar haft er í huga að Zolberg gaf út sína fyrstu plötum fyrir 10 árum aðeins ellefu ára gamall." Rýnirinn spáir því að Sign geti orðið næsta stórstirni Euro-metalsins og telur þá blanda vel saman áhrifum úr hefðbundnum og nýjum metal.

R&R Musik gefur plötuna út í samstarfi við IC Records í Bretlandi en R&R er í eigu þeirra bræðra Ragnars Sólergs og Egils Arnar meðlima Sign.

Rokk og metal-tímaritið Powerplay vitnar í Sign á forsíðu og birtir heilsíðu umfjöllun um plötuna í nýjasta tölublaði sínu. Gagnrýnandi gefur plötunni 7 af 10 mögulegum. Hann segist ekki hafa orðið aðdáandi hljómsveitarinnar eftir að hafa keypt síðustu plötu þeirra, Thank God for Silence, en fagnar því að hafa fengið tækifæri til að skrifa um The Hope.

Hann telur fjögur lög framúrskarandi góð og nefnir þau sérstaklega; All Gone, Misguided, The Lonely Boy og The Hope. Gagnrýnin klikkir út á þeim orðum að framtíðin sé björt hjá fimmmenningunum í Sign.

Í sama tölublaði er farið mjög lofsamlegum orðum um kraftmikla og grípandi tónleika Sign á nýafstaðinni tónleikaferð og jafnframt birt tveggja síðna viðtal við Ragnar Sólberg.

Gagnrýnandi tímaritsins Fly fer lofsamlegum orðum um plötuna og mælir jafnframt með fyrri plötu þeirra Thank God for Scilence. Kerrang! gefa plötunni 4K af 5 mögulegum og Rocksound sem gefur plötunni 8 af 10 mögulegum lýkur umfjöllun sína um hana á þeim orðum að nóg sé að heyra titillagið The Hope til að standa með Sign alla leið.

Frekara tónleikahald er á döfinni hjá Sign og í næstu viku er von á safnplötu á vegum Kerrang! Þar sem þekktar þungarokkhljómsveitir á borð við Metallica, Machine Head og Avanged Sevenfold heiðra Iron Maiden með ábreiðum. Á plötunni gera Signarar sína útgáfu af Run to the Hills og bíða nú að sögn umboðsmanns þeirra á Bretlandi spenntir eftir viðbrögðum Iron Maiden.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir