Steve-O á geðheilbrigðisstofnun

Steve-O.
Steve-O.

Jackass-fíflið Steve-O hefur kynnst því af eigin raun að ólögleg fíkniefni geta farið illa með óharðnaða huga. Hann hefur nú skráð sig inn á geðheilbrigðisstofnun þar sem hann hyggst reyna að vinna úr sínum málum. Frá þessu greinir hann á bloggsíðu sinni en þar geta áhugasamir fylgst býsna náið með lífi hans.

„Ég hef nú verið edrú í 115 daga og ég er aftur kominn á geðveikrahælið. Ég neytti svo mikils af kókaíni, ketamíni, pcp, hlátursgasi og allskonar öðru dópi að það hreinlega rústaði heilanum mínum.“

Steve-O, sem heitir réttu nafni Stephen Gilchrist Glover, segist þjást af slæmum skapsveiflum og heiftarlegu þunglyndi sem lögleg lyf geta ekkert hamið og því hafi hann innritað sig á geðheilbrigðisstofnun til að ráða bót á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar