Weaver til í aðra Alien

Sigourney Weaver.
Sigourney Weaver. AP

Eftir að hafa afskrifað það ótal mörgu sinnum hefur leikkonan Sigourney Weaver nú sagt í viðtali við OK-tímaritið að hún gæti vel hugsað sér að gera eina Alien-mynd til viðbótar. Weaver hefur þegar tekist fjórum sinnum á við hin morðóðu geimskrímsli en síðasta Alien myndin, Alien: Resurrection, kom út árið 1997.

„Ég myndi tvímælalaust gera aðra mynd ef ég hefði góðan leikstjóra á borð við Ridley Scott og ef við hefðum góða hugmynd,“ sagði leikkonan góða en Alien-myndirnar hjálpuðu henni að festa sig rækilega í sessi sem ein mesta kjarnakona kvikmyndasögunnar.

Aðspurð hvort hún sé ekki orðin of gömul fyrir hasarmyndirnar og geimbardaganna sagði hin 58 ára gamla Sigourney að það væri fjarri lagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir