Gengið frá skilnaði Brinkley

Gengið var frá skilnaði fyrrum ofurfyrirsætunnar Christie Brinkley og arkitektsins Peter Cook í dag eftir að samningar náðust óvænt á milli þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Robert Stephan Cohen, lögmaður Brinkley, gerði dómara í málinu grein fyrir því í morgun að þau hefðu náð samkomulagi sín á milli þar sem m.a. væri kveðið á um að hún greiði honum 2,1 milljón Bandaríkjadollara en haldi átján húseignum þeirra á Hamptons-svæðinu. Þá muni hún fara með forræði yfir tveimur börnum þeirra en hann hafa umgengisrétt við þau. Cohen, sagði allt annað í samkomulaginu vera trúnaðarmál.

Hjónin höfðu gert með sér kaupmála en deildu um forræði yfir börnunum Sailor, tíu ára, og Jack, þrettán ára, sem Cook hafði stjúpættleitt. Þá deildu þau um húseignirnar sem Cook hafði ráðlagt Brinkley að fjárfesta í.

Dómaraskipaður sálfræðingur mælti með því við réttarhöldin á þriðjudag að Brinkley fengi forræði yfir börnunum. Hann sagði foreldrana þó báða hafa þörf fyrir sálfræðiaðstoð og að Brinkley ætti að endurskoða smekk sinn á karlmönnum. Þá sagði hann Cook haldinn yfirgengilegri sjálfselsku og sjálfsdýrkun.

Christie Brinkley við upphaf réttarhaldanna.
Christie Brinkley við upphaf réttarhaldanna. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir