Leyndardómar Snæfellsjökuls lofaðir

Aníta Briem mætti á frumsýningu Journey to the Center of …
Aníta Briem mætti á frumsýningu Journey to the Center of the Earth Reuters

Dómar eru byrjaðir að birtast um Journey to the Center of the Earth 3D þar sem Anita Briem leikur íslenskan leiðsögumann þeirra Brendans Frasers og Josh Hutchersons. Þegar blaðið fór í prentun höfðu birst 21 dómur á RottenTomatoes.com og voru 16 af þeim jákvæðir, 76 prósent, sem telst mjög gott. Hins vegar má gera ráð fyrir að dómarnir fari vel yfir hundraðið áður en yfir lýkur.

Flestir eru sammála um það að myndin sé hin prýðilegasta poppkornsskemmtun. Harvey S. Karten á Compuserve segir raunar að myndin líkist á köflum „löngu vörupoti frá ferðamálaráði Íslands“, en merkilegt nokk meinar hann það vel.

Anita Briem fær ágætis dóma víðast, Coley Smithey (colesmithey.com) segir þetta sterka frumraun (missti greinilega af Kaldri slóð) og Edward Douglas hjá Comingsoon.net segir „hin raunverulega uppgötvun myndarinnar er Anita Briem, reffileg íslensk leikkona sem skapar merkilega sætan ástarþríhyrning á milli þeirra þriggja [...] Þá er hún afskaplega hugguleg, sem ætti að halda pöbbunum hamingjusömum á meðan krakkarnir njóta þess að horfa á hasar og furðuverur.“

Hvort viltu Brendan eða Anitu?

John Anderson, gagnrýnandi Variety, beintengir sig við íslenska orðræðuhefð þegar hann segir myndina líkast til hafa flest öskur miðað við höfðatölu í kvikmyndasögunni, en lengst af eru aðalleikararnir þrír einu manneskjurnar í myndinni. Hann er afskaplega hrifinn af Brendan Fraser en síður af Anitu, kallar hana stirðan Skandinava (landafræðin eitthvað að flækjast fyrir honum) og segir að hún sé „falleg á svipaðan hátt og jökull er fallegur“. Mark Peikert á New York Press, einn fárra sem naut myndarinnar ekki, er hins vegar á öndverðum meiði. Honum þykir Fraser tilgerðarlegur og virðist hrifinn af fáu, nema ef vera skyldi Anitu. „Briem er uppgötvun myndarinnar. Fallegri og kvenlegri en nokkur leiðsögumaður á rétt á að vera, hún ein tekur myndina passlega alvarlega, alltaf einlæg með blik í augunum fyrir hina fullorðnu í áhorfendaskaranum.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach