Rushdie sá besti

Salman Rushdie
Salman Rushdie

Rithöfundurinn Salman Rushdie er sennilega best þekkti handhafi  Booker verðlaunanna en það er ekki nóg með það því hann er væntanlega sá besti, samkvæmt samkeppni um bestu bókina sem hlotið hefur verðlaunin eftirsóttu þau fjörtíu ár sem verðlaunin hafa verið veitt.

Í dag var bók Rushdie,Midnight's Children, frá árinu 1981 valin besta bókin sem hlotið hefur Booker-verðlaunin bresku. Bókin fékk yfir þriðjung atkvæða í samkeppni um bestu bókina. 

Í myndskilaboðum frá Rushdie, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kynnir nýjustu bók sína, The Enchantress of Florence, kemur fram að hann sé yfir sig ánægður með heiðurinn.

Meðal annarra bóka sem fengu atkvæði eru Oscar and Lucinda eftir ástralska rithöfundinn Peter Carey, bók Nadine Gordimer, The Conservationist og bókin The Siege of Krishnapur eftir J.G. Farrell.

Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Hann flutti síðar til Bretlands og þegar bókin Midnight's Children kom út varð hann heimsþekktur. Bók Rushdie, The Satanic Verses, eða Söngvar Satans, sem kom út árið 1988 vakti miklar deilur og gaf Ayatollah Ruollah Khomeini dauðadóm, fatwa, út á hendur Rushdies árið 1989 vegna bókarinnar. Fór Rushdie í felur eftir að dauðadómurinn var gefinn út allt þar til árið 1998 er dauðadómurinn var afturkallaður.

Rushdie var aðlaður af bresku krúnunni í júní í fyrra fyrir ritstörf sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir