Gordon Ramsey veiðir lunda

Gordon Ramsay
Gordon Ramsay

Þeim brá held­ur í brún kokk­un­um á Lækj­ar­brekku þegar þeir heyrðu af því að breski sjón­varp­s­kokk­ur­inn með sorakjaft­inn, Gor­don Rams­ey, væri á leið til þeirra. Rams­ey er hér til þess að taka upp þátt fyr­ir næstu seríu af þætti sín­um The F Word en í hon­um ferðast hann á milli staða til þess að kynna sér hin ýmsu lostæti. Íslenski lund­inn þykir sér­stak­ur á heimsvísu og því kannski ekki und­ar­legt að Rams­ey vilji kynn­ast fugl­in­um bet­ur.

Kokk­ur­inn valdi Lækj­ar­brekku fyr­ir þátt sinn af þeim stöðum höfuðborg­ar­inn­ar er bjóða upp á lund­ann á mat­seðli sín­um. Þangað mætti hann með sex manna tök­ulið og lét svo opna staðinn fyr­ir sig sér­stak­lega í gær fyr­ir há­degi til þess að klára tök­ur áður en hann rauk af stað til Vesta­manna­eyja.

„Hann ætl­ar víst að reyna að veiða sér lunda sjálf­ur úti í eyj­um,“ seg­ir Sæv­ar Páls­son, kokka­nemi á Lækj­ar­brekku. „Hann kom hingað og við sett­um upp fyr­ir hann lunda­veislu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka