Gordon Ramsey veiðir lunda

Gordon Ramsay
Gordon Ramsay

Þeim brá heldur í brún kokkunum á Lækjarbrekku þegar þeir heyrðu af því að breski sjónvarpskokkurinn með sorakjaftinn, Gordon Ramsey, væri á leið til þeirra. Ramsey er hér til þess að taka upp þátt fyrir næstu seríu af þætti sínum The F Word en í honum ferðast hann á milli staða til þess að kynna sér hin ýmsu lostæti. Íslenski lundinn þykir sérstakur á heimsvísu og því kannski ekki undarlegt að Ramsey vilji kynnast fuglinum betur.

Kokkurinn valdi Lækjarbrekku fyrir þátt sinn af þeim stöðum höfuðborgarinnar er bjóða upp á lundann á matseðli sínum. Þangað mætti hann með sex manna tökulið og lét svo opna staðinn fyrir sig sérstaklega í gær fyrir hádegi til þess að klára tökur áður en hann rauk af stað til Vestamannaeyja.

„Hann ætlar víst að reyna að veiða sér lunda sjálfur úti í eyjum,“ segir Sævar Pálsson, kokkanemi á Lækjarbrekku. „Hann kom hingað og við settum upp fyrir hann lundaveislu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir