Saknar breskrar matargerðar

Ætli David Beckham hafi hugsað til breska ölsins þegar þessi …
Ætli David Beckham hafi hugsað til breska ölsins þegar þessi mynd var tekin. Reuters

Þar kom að því að einhver lofar breska matargerð. Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur látið hafa eftir sér að það sem hann sakni mest frá Englandi sé maturinn. Það er spurning um hvort Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, taki undir ást hans á breskri matargerð.

Jacques Chirac olli valdið talsverðu uppnámi með ummælum sínum um finnskan og breskan mat sem hann sagði versta mat í heimi árið 2005.

Beckham, sem flutti til Bandaríkjanna á síðasta ári eftir að hann skrifaði undir samning við Los Angeles Galaxy um að leika með liðinu, segist þrá steiktan mat, hefðbundna sunnudagsmáltíð sem samanstandi af ofelduðu kjöti og grænmeti.

Að sögn Beckham bjargar hins vegar eiginkonan Victoria miklu en hún eldi fyrir hann og drengina hefðbundinn sunnudagsmat af og til. „Ég elska enn sunnudagsmat. Victoria eldaði slíka máltíð um daginn fyrir drengina en ég var ekki heima. Ég varð eiginlega afbrýðissamur. Ég sakna líka  bresku kránna, að fá sér góða bjórblöndu (shandy), sunnudagsmat og horfa á fótbolta."



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar