Utanríkisráðherra fer hjólandi í vinnuna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á reiðhjólinu góðar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á reiðhjólinu góðar mbl.is/G. Rúnar

„Ég byrjaði í hjólavikunni,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kát í bragði þegar blaðamaður hitti á hana í glampandi sól í miðborginni. „Ég skráði mig í eitt liðið og svo varð það sigurliðið! Ég hugsaði þá með mér að það væri ekki nóg að hjóla bara í hjólavikunni og ákvað að halda áfram,“ sagði ráðherrann.

„Ég reyni að fara í og úr vinnu og styttri vegalengdir,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Henni finnst auðvelt að hjóla í vinnuna auk þess sem það er umhverfisvænt og ódýrt.

Þótt enn sjáist afar fáir ráðherrar á hjóli í miðborginni kann það að breytast á næstunni því Ingibjörg vildi nota tækifærið og skoraði á Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að mæta hjólandi í vinnuna. „Ég skora á Össur! Það er svo stutt fyrir hann að fara úr Vesturbænum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir