Utanríkisráðherra fer hjólandi í vinnuna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á reiðhjólinu góðar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á reiðhjólinu góðar mbl.is/G. Rúnar

„Ég byrjaði í hjólavikunni,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kát í bragði þegar blaðamaður hitti á hana í glampandi sól í miðborginni. „Ég skráði mig í eitt liðið og svo varð það sigurliðið! Ég hugsaði þá með mér að það væri ekki nóg að hjóla bara í hjólavikunni og ákvað að halda áfram,“ sagði ráðherrann.

„Ég reyni að fara í og úr vinnu og styttri vegalengdir,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Henni finnst auðvelt að hjóla í vinnuna auk þess sem það er umhverfisvænt og ódýrt.

Þótt enn sjáist afar fáir ráðherrar á hjóli í miðborginni kann það að breytast á næstunni því Ingibjörg vildi nota tækifærið og skoraði á Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að mæta hjólandi í vinnuna. „Ég skora á Össur! Það er svo stutt fyrir hann að fara úr Vesturbænum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar