Brósi leysir frá skjóðunni

Madonna og Guy Richie á Cannes kvikmyndahátíðinni í vor
Madonna og Guy Richie á Cannes kvikmyndahátíðinni í vor Reuters

Söng­kon­an Madonna skelf­ur vænt­an­lega af hræðslu yfir vænt­an­legri bók bróður henn­ar, Christoph­er Cicco­ne, um söng­kon­una frægu. Bók­in sem hef­ur fengið nafnið Life With My Sister Madonna, eða Lífið með Madonnu syst­ur minni, og í bók­inni er því lofað að ljóstra upp mörg­um af leynd­ar­mál­um söng­kon­unn­ar.

Nú þegar eru byrjaðar að leka út glefs­ur úr bók­inni og eins og við er að bú­ast eru þær frek­ar bita­stæðar. Sem dæmi má nefna þá gaf Madonna sér góðan tíma til að velja sér barns­föður fyr­ir dótt­ur sína, Lour­des Maria Cicco­ne Leon. Sam­kvæmt bók Christoph­ers þá hug­leiddi Madonna nokkra mögu­lega barns­feður en á meðal þeirra voru John Enos, sem lék í Mel­rose Place þátt­un­um, og körfu­bolta­leikmaður­inn Denn­is Rodm­an.

Christoph­er grein­ir einnig frá því að um tíma hafi Madonna átt í ástar­sam­bandi við leik­ar­ann War­ren Beatty og að Guy Ritchie, eig­inmaður Madonnu, sé hald­inn homm­a­fælni á háu stigi.

Madonna er skilj­an­lega mjög ósátt við bók bróður síns og verður vænt­an­lega fjör á næsta ætt­ar­móti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason