Brósi leysir frá skjóðunni

Madonna og Guy Richie á Cannes kvikmyndahátíðinni í vor
Madonna og Guy Richie á Cannes kvikmyndahátíðinni í vor Reuters

Söngkonan Madonna skelfur væntanlega af hræðslu yfir væntanlegri bók bróður hennar, Christopher Ciccone, um söngkonuna frægu. Bókin sem hefur fengið nafnið Life With My Sister Madonna, eða Lífið með Madonnu systur minni, og í bókinni er því lofað að ljóstra upp mörgum af leyndarmálum söngkonunnar.

Nú þegar eru byrjaðar að leka út glefsur úr bókinni og eins og við er að búast eru þær frekar bitastæðar. Sem dæmi má nefna þá gaf Madonna sér góðan tíma til að velja sér barnsföður fyrir dóttur sína, Lourdes Maria Ciccone Leon. Samkvæmt bók Christophers þá hugleiddi Madonna nokkra mögulega barnsfeður en á meðal þeirra voru John Enos, sem lék í Melrose Place þáttunum, og körfuboltaleikmaðurinn Dennis Rodman.

Christopher greinir einnig frá því að um tíma hafi Madonna átt í ástarsambandi við leikarann Warren Beatty og að Guy Ritchie, eiginmaður Madonnu, sé haldinn hommafælni á háu stigi.

Madonna er skiljanlega mjög ósátt við bók bróður síns og verður væntanlega fjör á næsta ættarmóti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar