Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss

Það eru örugglega fáir staðir á Íslandi sem jafn margir hafa séð á netinu undanfarnar vikur og Seljalandsfoss. Ástæðan er myndband sem er eitt það vinsælasta í netheimum, myndband með dansaranum Matt Harding, sem ferðast um heiminn dansandi.

Harding hefur ferðast um heiminn undanfarin fimm ár en þá hætti hann í vinnunni en hann starfaði við hönnun tölvuleikja. Ferðalagið hófst í Asíu og hvöttu vinir hann til þess að taka ferðalagið upp á myndband.  

Þrátt fyrir að Harding sé enginn Fred Astaire, þá hefur síðan hans vakið verðskuldaða athygli þær þrjár vikur sem hún hefur verið opin almenningi á You Tube en alls hafa yfir sex milljónir skoðað síðuna.

Harding hefur dansað í um sextíu löndum og sjö heimsálfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir