Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss

Það eru örugglega fáir staðir á Íslandi sem jafn margir hafa séð á netinu undanfarnar vikur og Seljalandsfoss. Ástæðan er myndband sem er eitt það vinsælasta í netheimum, myndband með dansaranum Matt Harding, sem ferðast um heiminn dansandi.

Harding hefur ferðast um heiminn undanfarin fimm ár en þá hætti hann í vinnunni en hann starfaði við hönnun tölvuleikja. Ferðalagið hófst í Asíu og hvöttu vinir hann til þess að taka ferðalagið upp á myndband.  

Þrátt fyrir að Harding sé enginn Fred Astaire, þá hefur síðan hans vakið verðskuldaða athygli þær þrjár vikur sem hún hefur verið opin almenningi á You Tube en alls hafa yfir sex milljónir skoðað síðuna.

Harding hefur dansað í um sextíu löndum og sjö heimsálfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar