Schwarzenegger býður fram aðstoð

Arnold Schwarzenegger er til þjónustu reiðubúinn.
Arnold Schwarzenegger er til þjónustu reiðubúinn. Reuters

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segist vera reiðubúinn að bjóða fram aðstoð sína svo binda megi enda á kjaradeilu leikara og kvikmyndaveranna í Hollywood. Hann segist vilja gera allt til að forðast annað verkfall.

„Ef einhver biður mig um að aðstoða, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“ sagði Schwarzenegger á blaðamannafundi í Los Angeles.

„Það er að mínu mati afar mikilvægt að samkomulag náist svo fljótt sem auðið er. Annað verkfall er það síðasta sem við þurfum á að halda.“

Pattstaða er í samningaviðræðum milli stéttarfélags kvikmyndaleikara í Hollywood (SAG) og kvikmyndaveranna. Þá eru engar viðræður fyrirhugaðar á næstunni.

Alls eru 120.000 félagar í SAG. Stéttarfélagið krefst þess að leikararnir fái meiri tekjur þegar kvikmyndir sem þeir leika í eru gefnar út á DVD-diskum. Þá krefjast þeir að leikararnir hafi meira um það að segja hvernig myndirnar eru kynntir í sjónvarpi.

Samningur þeirra rann út í júlí sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar