Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie fæddi tvíbura í gærkvöldi. Börnin, sem eru drengur og stúlka, voru tekin með keisaraskurði. Eru Jolie og sambýlismaður hennar Brad Pitt sögð hafa nefnt börnin Knox Leon og Vivienne Marcheline. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Dr Michel Sussmann, læknir á franska sjúkrahúsinu þar sem börnin fæddust, segir að fæðingu tvíburanna hafi verið flýtt af læknisfræðilegum ástæðum en að móður og börnum líða stórkostlega.
Börnin eiga saman dótturina Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, sem fædd er í Namibíu árið 2006. Þá eiga þau þrjú ættleidd börn Maddox, Pax og Zahara.