Brangelina-tvíburarnir fæddir

Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie fæddi tvíbura í gærkvöldi. Börnin, sem eru drengur og stúlka, voru tekin með keisaraskurði. Eru Jolie og sambýlismaður hennar Brad Pitt sögð hafa nefnt börnin Knox Leon og Vivienne Marcheline. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Dr Michel Sussmann, læknir á franska sjúkrahúsinu þar sem börnin fæddust, segir að fæðingu tvíburanna hafi verið flýtt af læknisfræðilegum ástæðum en að móður og börnum líða stórkostlega.

Börnin eiga saman dótturina Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, sem fædd er í Namibíu árið 2006. Þá eiga þau þrjú ættleidd börn Maddox, Pax og Zahara.

Brad Pitt og Angelina Jolie
Brad Pitt og Angelina Jolie Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar