Er Izzie dauðvona?

Katherine Heigl (t.h) með samstarfsfólki sínu í Grey's Anatomy
Katherine Heigl (t.h) með samstarfsfólki sínu í Grey's Anatomy". Reuters

Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra að ABC sjónvarpsstöðin sem framleiðir sjónvarpsþættina Grey's Anatomy hyggist rifta samningi sínum við leikkonuna Katherine Heigl. Þetta kemur fram á vefnum E! Online. 

Segir sagan að Shonda Rhimes, aðalhöfundur þáttanna, sé jafnvel að velta því fyrir sér að láta Dr. Isobel "Izzie" Stevens, sem Heigl leikur í þáttunum, deyja.  

Rhimes mun hafa tekið ummælum Heigl, um það efni sem hún hafi fengið til að vinna úr í síðustu þáttaröð, mjög illa. Heigl sagði er hún lýsti því yfir að hún gæfi ekki kost á sér til tilnefningar til Emmy verðlauna að hún teldi sig ekki hafa fengið verðugan efnivið. 

Heigl hlaut Emmy verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Izzie á síðasta ári en hefur síðan slegið í gegn í kvikmyndunum Knocked Up og 27 Dresses. Hefur því verið haldið fram að hún vilji gjarnan losna undan samningi sínum við ABC til að einbeita sér að kvikmyndaferli sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson