Bandaríska söngkonan Britney Spears er sögð blómstra þessa dagana, rúmu hálfu ári eftir að hún var tvívegis lögð inn á geðsjúkrahús og svipt umgengnisrétti við syni sína tvo.
Britney er nú sögð hafa náð samkomulagi um það við fyrrum eiginmann sinn að þau deili forræði yfir drengjunum að nýju auk þess sem hún hefur endurbyggt samband sitt við móður sína Lynne. Lynne mun nú vera í heimsókn hjá dóttur sinni í Kaliforníu en um tíma töluðust þær ekki við.
Sást m.a. til þeirra á veitingastað, þar sem Britney kynnti móður sína fyrir starfsfólkinu, brosti og hló. „Hún leit stórkostlega út. Ég hef aldrei séð hana í betra skapi. Hún hló allan tímann. Hún virtist skemmta sér konunglega með mömmu sinni og vinum,” segir starfsmaður veitingastaðarins, sem er skammt frá heimili söngkonunnar og hún sækir oft.