Eru tvíburar í tísku?

Marc Anthony og Jennifer Lopez nefndu tvíburana sína Max og …
Marc Anthony og Jennifer Lopez nefndu tvíburana sína Max og Emme. AP

Þeir sem fylgjast grannt með barneignum fræga fólksins vestanhafs hafa sjálfsagt tekið eftir hárri tíðni tvíburaþungana og fæðinga undanfarið.

Angelina Jolie er nýbúin að fæða tvíbura en önnur nýbökuð tvíburamóðir úr röðum fræga fólksins er Jennifer Lopez.

Þá hafa þær sögur flogið fjöllum hærra að söngkonan Gwen Stefani gangi og með tvíbura. Julia Roberts fæddi tvíbura árið 2004 og á eftir komu leikkonan Marcia Gay Harden og Martie Maguire (úr Dixie Chicks). Geena Davis bættist svo við. Í fyrra fæddust leikaranum Patrick Dempsey og eiginkonu hans Jillian tvíburar og leikkonan Marcia Cross fæddi tvíbura einnig, líkt og starfssystir hennar Garcelle Beauvais-Nilon. Já, það er eitthvað skrítið að gerast bak við luktar dyr hjá hinum ríku og frægu vestra. Leikarinn Dennis Quaid og eiginkona hans Kimberly Buffington eignuðust tvíbura í fyrra sem staðgengilsmóðir gekk með. Sjónvarpsþáttarstýran Nancy Grace gekk líka í tvíburaklúbbinn.

Með tæknifrjóvgun aukast líkurnar á fæðingu fjölbura töluvert og því má spyrja sig hvort frægu konurnar í Hollywood séu í auknum mæli að gangast undir slíkar aðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar