Stúlka frá Venesúlela kjörin ungfrú alheimur

Riyo Mori, ungfrú alheimur árið 2007, krýnir arftaka sinn í …
Riyo Mori, ungfrú alheimur árið 2007, krýnir arftaka sinn í nótt. Reuters

Dayana Mendoza, 22 ára gömul frá Venesúela, var í nótt kjörin ungfrú alheimur en keppnin fór fram í borginni Nha Trang í Víetnam. Það vakti helst athygli, að bandaríski keppandinn hnaut um kjölfald sinn á sviðinu og er það annað árið í röð sem slíkt gerist í þessari keppni. Enginn keppandi var frá Íslandi.

Mendoza, sem eitt sinn var fórnarlamb mannræningja í heimalandi sínu, sagði að sú reynsla hefði kennt sér að halda ró sinni undir álagi.  Hún vildi ekki ræða frekar um mannránið á blaðamannafundi eftir keppnina en sagðist vilja nýta aðstöðu sína til að hvetja til friðar í heiminum og koma því á framfæri að ofbeldi væri ekki svar við vandamálum.

Í öðrum verðlaunasætum urðu ungfrú Kólumbía, ungfrú Mexíkó, ungfrú Dóminíkanska lýðveldið og ungfrú Rússland. Sjónvarpsmaðurinn Jerry Springer var kynnir. 

Texasstúlkan Crystle Stewart, sem var fulltrúi Bandaríkjanna, hnaut um kjólfald sinn þegar hún gekk inn á sviðið. Fyrirrennari hennar, Rachel Smith, varð fyrir samskonar óhappi þegar keppnin var haldin á síðasta ári og myndband af óhappinu fór ljósum logum um netið.  

Crystle Stewart datt á sviðinu.
Crystle Stewart datt á sviðinu. Reuters
Dayana Mendoza, ungfrú alheimur, í samkvæmiskjól.
Dayana Mendoza, ungfrú alheimur, í samkvæmiskjól. Reuters
Dayana Mendoza bregst við þegar nafn hennar er lesið upp.
Dayana Mendoza bregst við þegar nafn hennar er lesið upp. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan