Mamma mía! Íslendingar flykkjast á ABBA-mynd

Leikarar í myndinni Mamma mia.
Leikarar í myndinni Mamma mia.

Það þarf líklega engum að koma á óvart að kvikmynd byggð á söngleiknum Mamma Mia! sem einmitt heitir Mamma Mia!, skyldi skjótast beint á toppinn yfir þær kvikmyndir sem mestum tekjum skiluðu um helgina í íslenskum kvikmyndahúsum.

Þó svo Pierce Brosnan þyki enginn stórsöngvari mun það ekki koma að sök í myndinni, menn fá einfaldlega aldrei nóg af ABBA-lögunum. Sumar og sól og sígildir smellir á borð við „Super Trouper“, „Dancing Queen“ og „The Winner Takes It All“ – geta menn óskað sér meira í sumarmynd? 9.700 sáu Mamma Mia! um helgina sem hlýtur að þykja allgott.

Í öðru sæti er teiknimynd um pandabjörn sem lærir hina miklu kung fu-bardagalist. Kung Fu Panda heitir hún og var í öðru sæti í síðustu viku einnig. Hins vegar dettur Will Smith niður um tvö sæti, leikur undarlega ofurhetju, Hancock, í samnefndri mynd. Tekjur af sýningum á henni eftir tvær vikur nema tæpum 17 milljónum króna. Wanted, hasarmynd með Angelinu Jolie, dettur niður um eitt sæti í það fjórða, 1.771 sá myndina um helgina en hún var sýnd í fjórum sölum.

Eddie Murphy fer með mörg hlutverk í nýjustu mynd sinni. Meet Dave heitir hún og segir af geimverum sem koma til jarðar í geimskipi sem lítur út eins og Eddie Murphy. Skipið fellir hug til konu einnar og þá flækjast málin. Murphy er í fimmta sæti en myndin var frumsýnd í síðustu viku. Aðrar hreyfingar á listanum koma ekki á óvart, myndir detta niður um eitt eða tvö sæti. Tekjuhæst er nýjasta myndin um Indiana Jones, 41,4 milljónir króna á átta sýningarvikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar