Mamma mía! Íslendingar flykkjast á ABBA-mynd

Leikarar í myndinni Mamma mia.
Leikarar í myndinni Mamma mia.

Það þarf lík­lega eng­um að koma á óvart að kvik­mynd byggð á söng­leikn­um Mamma Mia! sem ein­mitt heit­ir Mamma Mia!, skyldi skjót­ast beint á topp­inn yfir þær kvik­mynd­ir sem mest­um tekj­um skiluðu um helg­ina í ís­lensk­um kvik­mynda­hús­um.

Þó svo Pierce Brosn­an þyki eng­inn stór­söngv­ari mun það ekki koma að sök í mynd­inni, menn fá ein­fald­lega aldrei nóg af ABBA-lög­un­um. Sum­ar og sól og sí­gild­ir smell­ir á borð við „Super Trouper“, „Danc­ing Qu­een“ og „The Winner Takes It All“ – geta menn óskað sér meira í sum­ar­mynd? 9.700 sáu Mamma Mia! um helg­ina sem hlýt­ur að þykja all­gott.

Í öðru sæti er teikni­mynd um panda­björn sem lær­ir hina miklu kung fu-bar­dagalist. Kung Fu Panda heit­ir hún og var í öðru sæti í síðustu viku einnig. Hins veg­ar dett­ur Will Smith niður um tvö sæti, leik­ur und­ar­lega of­ur­hetju, Hancock, í sam­nefndri mynd. Tekj­ur af sýn­ing­um á henni eft­ir tvær vik­ur nema tæp­um 17 millj­ón­um króna. Wan­ted, has­ar­mynd með Ang­el­inu Jolie, dett­ur niður um eitt sæti í það fjórða, 1.771 sá mynd­ina um helg­ina en hún var sýnd í fjór­um söl­um.

Eddie Murp­hy fer með mörg hlut­verk í nýj­ustu mynd sinni. Meet Dave heit­ir hún og seg­ir af geim­ver­um sem koma til jarðar í geim­skipi sem lít­ur út eins og Eddie Murp­hy. Skipið fell­ir hug til konu einn­ar og þá flækj­ast mál­in. Murp­hy er í fimmta sæti en mynd­in var frum­sýnd í síðustu viku. Aðrar hreyf­ing­ar á list­an­um koma ekki á óvart, mynd­ir detta niður um eitt eða tvö sæti. Tekju­hæst er nýj­asta mynd­in um Indi­ana Jo­nes, 41,4 millj­ón­ir króna á átta sýn­ing­ar­vik­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka