Meryl Streep svaf undir tré í London

Meryl Streep mætti á frumsýningu Mamma Mia í Lundúnum
Meryl Streep mætti á frumsýningu Mamma Mia í Lundúnum Reuters

Hollywood-leikkonan Meryl Streep sem leikur aðalhlutverkið í ABBA-söngleikjamyndinni Mamma mia! þurfti eitt sinn að sætta sig við að sofa á bekk í garði í London því hún hafði ekki efni á gistingu. Leikkonan fór til London vegna þess að hún átti í basli með að koma leikaraferlinum á flug. Um tíma sá hún fyrir sér með því að stunda götulist og fékk í staðinn skiptimynt frá vegfarendum. Hún viðurkennir að stundum hafi hún ekki náð að skrapa saman fyrir hótelgistingu og gisti í eitt skipti í Green Park í miðborg Lundúna. „Í minni allra fyrstu ferð til London þegar ég var tvítug vann ég mér inn pening fyrir mat og gistingu sem götulistamaður. Eitt kvöld náði ég ekki að láta enda ná saman, þannig að ég svaf undir tré í almenningsgarðinum Green Park. Útsýnið sem ég hafði var af Ritz-hótelinu og á þeirri stundu sór ég við sjálfa mig að einn daginn myndi ég gista þar, og það hef ég gert,“ segir Meryl Streep þegar hún rifjar upp gamla tíma. Ekki er líklegt að þessi staða komi upp aftur hjá Streep eftir afar farsælan feril í Hollywood sem hefur gefið vel í aðra hönd.

haukurh@24stundir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir