Jesse, sonur Ronnie Wood gítarleikara Rolling Stones, er nú sagður hafa sótt föður sinn í fang hinnar rússnesku Ekaterinu Ivanovu, og farið með hann heim til Englands. Þar er hann sagður vonast til að koma föður sínum í meðferð og síðan heim til Jo, eiginkonu hans til 23 ára.
„Það er léttir fyrir Jo að vita að Jesse sé með föður sínum en það þýðir ekki að það sé runnið af Ronnie. Hún veit að þangað til það rennur af honum þýðir ekkert fyrir hana að reyna að tala almennilega við hann. Hann er önnur persóna þegar hann drekkur. Hann er ekki Ronnie.,” segir heimildarmaður breska dagblaðsins Daily Star.