Ronnie Wood sóttur af syninum

Ron Wood
Ron Wood Reuters

Jesse, sonur Ronnie Wood gítarleikara Rolling Stones, er nú sagður hafa sótt föður sinn í fang hinnar rússnesku Ekaterinu Ivanovu, og farið með hann heim til Englands. Þar er hann sagður vonast til að koma föður sínum í meðferð og síðan heim til Jo, eiginkonu hans til 23 ára.

 Wood hefur verið við drykkju með hinni tvítugu Ivanovu á Írlandi að undanförnu. 

„Það er léttir fyrir Jo að vita að Jesse sé með föður sínum en það þýðir ekki að það sé runnið af Ronnie. Hún veit að þangað til það rennur af honum þýðir ekkert fyrir hana að reyna að tala almennilega við hann. Hann er önnur persóna þegar hann drekkur. Hann er ekki Ronnie.,” segir heimildarmaður breska dagblaðsins Daily Star.

„Það eins sem hún hugsar um núna er að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hann láti renna af sér. Hún hefur ekki áhyggjur af svokölluðu sambandi hans við þessa stelpu.  Ronnie er ekki flagari. Hann hefur aldrei verið það og vissan um það er það sem Jo heldur dauðahaldi í núna. Hjónaband þeirra hefur kannski ekki verið hefðbundið en það er sterkt.”
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir