Æfur út í Garðar Thór

Garðar Thor Cortes
Garðar Thor Cortes mbl.is

Skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Henley er afar ósáttur við Garðar Thór Cortes eftir að hann aflýsti tónleikum sínum á hátíðinni sökum eymsla í hálsi en mætti svo sama dag og söng í raunveruleikaþættinum Last Choir Standing á BBC-sjónvarpsstöðinni. Henley on the Thames er árleg tónlistarhátíð rétt fyrir utan London með áherslu á klassíska tónlist, oft kölluð Glast-onbury fína fólksins.

Í frétt Daily Mail er haft eftir skipuleggjanda hátíðarinnar, Stewart Collins, að þegar boð bárust í síðustu viku um að Cortes gæti ekki sungið á hátíðinni hefði Collins gengið út frá því vísu að Cortes gæti heldur ekki komið fram í Last Choir Standing. „En að hann hafi sungið þar engu að síður, er að mínu mati ófagmannlegt. Ég gæti tekið dýpra í árinni en held mig við ófagmannlegt. Þetta mun ekki hafa góð áhrif á samband mitt við umboðsmanninn hans (e. „It's not the kind of thing that will have me running back to his agent“).

Vonbrigðin skiljanleg

Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars Thórs, segir að ákvörðunin um að aflýsa tónleikunum hafi verið erfið en í stöðunni hafi annað ekki verið hægt. „Garðar hefur strítt við kvef og hita og fyrir helgina [síðustu helgi] sáum við fram á að þurfa að aflýsa bæði Last Choir Standing og Henley-tónlistarhátíðinni. Við ákváðum hins vegar að slá til og fórum fyrr um daginn í upptökur fyrir þáttinn. Eftir þær upptökur varð okkur ljóst að Garðar gæti ekki sungið um kvöldið á hátíðinni og því fór sem fór.“ Einar segist skilja vonbrigði skipuleggjendanna en þeir hafi verið látnir vita með góðum fyrirvara að svona gæti farið. Hvað ummæli Collins varðar segir Einar að Collins verði að eiga þau við sig sjálfan en hann búist nú við að heyra frá honum aftur. „Það má nú á hinn bóginn hafa gaman af því að þetta er það fyrsta sem Daily Mail hefur skrifað um Garðar Thór þannig að þeir eru greinilega allir að koma til.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir