Skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Henley er afar ósáttur við Garðar Thór Cortes eftir að hann aflýsti tónleikum sínum á hátíðinni sökum eymsla í hálsi en mætti svo sama dag og söng í raunveruleikaþættinum Last Choir Standing á BBC-sjónvarpsstöðinni. Henley on the Thames er árleg tónlistarhátíð rétt fyrir utan London með áherslu á klassíska tónlist, oft kölluð Glast-onbury fína fólksins.
Í frétt Daily Mail er haft eftir skipuleggjanda hátíðarinnar, Stewart Collins, að þegar boð bárust í síðustu viku um að Cortes gæti ekki sungið á hátíðinni hefði Collins gengið út frá því vísu að Cortes gæti heldur ekki komið fram í Last Choir Standing. „En að hann hafi sungið þar engu að síður, er að mínu mati ófagmannlegt. Ég gæti tekið dýpra í árinni en held mig við ófagmannlegt. Þetta mun ekki hafa góð áhrif á samband mitt við umboðsmanninn hans (e. „It's not the kind of thing that will have me running back to his agent“).