„Ég er rosalega spenntur fyrir því að koma til Íslands, ég er mikill aðdáandi landsins. Menningin á Íslandi er einstök og tónlistarlífið mjög margbrotið. Þetta verður í þriðja skiptið sem ég heimsæki landið,“ segir tónlistarmaðurinn Adam Freeland sem spilar á klúbbakvöldi Flex Music og Hugsandi Danstónlistar á Nasa á laugardagskvöldið.
„Ég veit að landið er fallegt en hingað til hef ég bara komið til Reykjavíkur. Í þetta skiptið ætla ég að kanna eyjuna betur. Góðvinur minn Stephan í GusGus hefur sagt mér sögur úr náttúrunni og ég vonast til að draga hann með mér í smá ævintýri,“ segir Adam og bætir við að tónleikagestir megi búast við miklu fjöri á laugardaginn.
Adam Freeland hefur átt mikilli velgengni að fagna í raftónlistarheiminum síðustu ár og var meðal annars tilnefndur til Grammy-verðlaunanna árið 2007. „Í hjarta mínu er ég rokkari en ég hef gaman af því að búa til raftónlist. Ég vona að þeir sem koma á laugardaginn skemmti sér vel, til þess er leikurinn gerður.“
Fjöldi íslendinga hefur lagt leið sína þangað, enda ein stærsta danshátíð heims.
Flex Music í samvinnu við X-ið 977 stendur fyrir hópferð á hátíðina en við skráningum er tekið á netfanginu flex@flex.is.
Nasa opnar á miðnætti laugardagskvöldið 19. júlí og forsala miða er í Mohawks á Laugavegi.