ESB stefnir að því að framlengja höfundarrétt tónlistarmanna

Cliff Richard er á meðal þeirra sem hafa barist fyrir …
Cliff Richard er á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að höfundarrétturinn verði lengdur. Reuters

Tónlistarmenn sem eru komnir á besta aldur munu fá greidd stefgjöld til æviloka samkvæmt reglugerð sem Evrópusambandið er með í smíðum. 

Í dag rennur höfundarrétturinn út eftir 50 ár og þá hætta tónlistarmenn að hljóta greiðslu fyrir tónlist sem er orðin það gömul, segir á fréttavef BBC.

Reynsluboltar á borð við Cliff Richard og Roger Daltrey eru á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að fá þetta í gegn. Paul McCartney og U2 hafa einnig viðrað skoðanir sínar á málinu og vilja að höfundarrétturinn verði framlengdur. 

ESB hefur tilkynnt að stefnt sé að því að tónlist njóti höfundarréttar í 95 ár í stað 50 ára. Ríkisstjórnir ESB-ríkjanna og Evrópuþingið þurfa hins vegar að samþykkja þetta eigi þetta að verða að veruleika.

Elstu lög Cliff Richards verða 50 ára á næsta ári og samkvæmt núgildandi reglum á hann þá ekki lengur rétt á því að fá greitt fyrir tónlistina. Ljóst er að það mun breytast nái áætlun ESB fram að ganga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen