Hart sótt að Sálinni

Stefán Hilmarsson er söngvari Sálarinnar.
Stefán Hilmarsson er söngvari Sálarinnar. mbl.is/Eggert

Það er enn gott að vera Sálin hans Jóns míns, en sveitin trónir enn á toppi lagalistans, þriðju vikuna í röð. Þrjú lög sækja þó hart að „Gott er að vera til“ Sálarinnar, en Buff stekkur úr sjöunda sæti í annað, Bang Gang fer úr sjötta sæti í þriðja og Hjaltalín stekkur alla leið úr 54. sæti í það fjórða með „Þú komst við hjartað í mér“.

Vinsælasta erlenda lag vikunnar er „Society“ eftir Eddie Vedder í sjöunda sæti, en efsta nýja lagið eiga Hjálmar í nítjánda sæti.

Hljómsveitin Sigur Rós kemst á topp tónlistans á meðan Helgi Björnsson brokkar niður í þriðja sætið og inn á milli er óperupopparinn Garðar Thór Cortes.

Fimmta sætið sker sig svo nokkuð úr, en þar er ekki um tóndisk að ræða heldur útvarpsleikritaröð þeirra snillinga Harry og Heimis. Rétt eins og á lagalistanum eru íslensk tónlist áberandi og það þarf að fara niður í áttunda sætið til að finna erlenda skífu, Mamma Mia!, með tónlist úr samnefndri bíómynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar