Ron Wood í meðferð

Ron Wood, gítarleikari í Rolling Stones, er farinn í meðferð við áfengisfíkn, að sögn talskonu hans. Hún segir Wood hafa barist lengi við áfengisdjöfulinn.

Í síðustu viku fluttu breskir fjölmiðlar fréttir af því að Wood hefði sagt skilið við eiginkonu sína og tekið saman við 18 ára gamla rússneska gengilbeinu. Wood er 61 árs.

Wood hefur neytt fíkniefna stóran hluta ævinnar og mun söngvari Rolling Stones, Mick Jagger, og eiginkona Wood, Jo, hafa talið hann á að fara í meðferð við eiturlyfja- og áfengisfíkn áður en Stones lögðu í tónleikaferð fyrir sex árum. Fyrir þá tíð hafði annar hljómsveitarmeð- limur Stones, Keith Richards, lagt sitt af mörkum til að losa Wood við fíknina en mun hafa beitt heldur grófari aðferðum.

Ron Wood á sviði með Mick Jagger og Keith Richards.
Ron Wood á sviði með Mick Jagger og Keith Richards. Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir