Britney afsalar sér forræði

Britney Spears með yngri syni sínum Jayden James.
Britney Spears með yngri syni sínum Jayden James. AP

Bandaríka söngkonan Britney Spears og fyrrum eiginmaður hennar Kevin Federline hafa náð samkomulagi í forræðisdeilu sinni vegna tveggja ungra sona sinna. Samkvæmt upplýsingum Mark Vincent Kaplan, lögfræðings Federline mun hann áfram hafa fullt forræði yfir drengjunum en Spears mun hafa ungengisrétt við þá. Þetta kemur fram á fréttavef Fox News.

„Um klukkan átta að kvöldi 17. júlí var samkomulag í forræðismáli Kevin Federline-Britney Spears undirritað. Allir aðilar þess hafa fallist á eftirfarandi: Kevin mun hafa fullt forræði yfir Sean Preston og Jayden James. Britney mun áfram hafa umgengnisrrétt við þá sem hugsanlega mun aukast með tímanum," sagði Kaplan í samtali við tímaritið OK! „Kevin er himinlifandi og drengirnir dafna vel."

Spears var svipt forræði yfir drengjunum í október á síðasta ári. Hún var síðar svipt sjálfræði eftir að hafa verið lögð tvívegis inn á geðsjúkrahús í janúar og er nú lagalega í forsjá föður síns sem einnig er fjárhaldsmaður hennar. .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir