Cat Stevens fær skaðabætur

Yusuf Islam, eða Cat Stevens.
Yusuf Islam, eða Cat Stevens. AP

Breski tónlistarmaðurinn Cat Stevens, í dag þekktur sem Yusuf Islam, hefur unnið skaðabætur í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn fréttastofunni World Entertainment News.  Í greininni um Yusuf var gefið í skyn að hann neitaði að tala við kvenfólk sem hyldi ekki höfuð sitt með blæju, og að hann vildi einungis tala við konur, aðrar en eiginkonu sína, í gegnum þriðja aðila.  Greinin var birt á tónlistarvefsíðunni contactmusic.com sem tvær milljónir lesenda skoða í hverjum mánuði.
 
Adam Tudor, lögmaður Yusuf segir að hann hafi aldrei átt í vandræðum með samskipti við kvenfólk, og segir að greinin hafi valdið Yusuf talsverðum vandræðum.  Tudor sagði einnig að sakborningar hafi viðurkennt að ummælin í greininni væru algerlega röng.  WENhafa beðið Islam afsökunar á ummælum greinarinnar. 

Contactmusic.com og WEN hafa samþykkt að greiða lögfræðikostnað söngvarans, og verða skaðabæturnar gefnar til góðgerðarsamtaka, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson