Minnsta hótel í heimi?

Minnsta hótel í heimi er væntanlega fundið. Það er í þorpinu Amberg í Bæjaralandi og er aðeins 53 fermetrar að stærð. Þótt húsið sé ekki stórt kostar sitt að gista þar: 190 evrur á sólarhring eða jafnvirði rúmlega 23 þúsund króna.

Húsið, sem nefnist Eh'haeusl eða hjónabandshúsið, var byggt árið 1728 þegar reistir voru veggir á milli tveggja bygginga og þak sett yfir. Eitt sinn var húsið notað til að sniðganga hjónabandslög, sem kváðu á um að pör, sem vildu gifta sig, yrðu að eiga fasteign. Var húsið þá skráð á hjónaleysi svo þau gætu fengið leyfisbréf og síðan gekk húsið til næsta pars.

Hótelið hefur nú verið opnað að nýju eftir endurbætur. Brúðhjón gista þarna gjarnan á brúðkaupsnóttina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir