Missa höfundarréttinn

Breska ríkisstjórnin er andvíg því að auka höfundarrétt tónlistarmanna, eins og framkvæmdanefnd Evrópusambandsins hefur lagt til. Talsmaður stjórnarinnar sagði í samtali við The Independent að hún sæi ekki efnahagsleg rök fyrir því að breyta höfundarréttarlögum á þann veg að tónlistarmenn haldi höfundarrétti sínum í 95 ár í stað 50 eins og lögin kveða nú á um.

Gordon Brown hafnaði breytingunni áður en fjallað var um hana í Brussel og mótmæltu tónlistarmenn í eldri kantinum þeirri ákvörðun. Meðal þeirra var söngvarinn og lagasmiðurinn Cliff Richard, en hann missir höfundarréttinn á elstu lögunum sínum á næsta ári ef lögunum verður ekki breytt.

Ætlun þeirra sem breyta vilja lögunum er að tryggja tónlistarmönnum sömu réttindi og rithöfundar hafa á hugverkum sínum. Könnun sem framkvæmdanefndin lét gera leiddi í ljós að flestir tónlistarmenn hefja störf skömmu eftir tvítugt og margir strax um 17 ára aldurinn. Minna þekktir tónlistarmenn og lausamenn missa því tekjur sínar á viðkvæmum aldri, á sama tíma og þeir láta af störfum. Þá eiga þeir mörg ár og jafnvel áratugi eftir ólifaða, en hafa engar fastar tekjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar