Ef þig hefur alltaf dreymt um það að geta sungið eins og Björk Guðmundsdóttir þá kann að vera að lausnin sé fundin. Maður að nafni Andrey Neyman hefur búið til sérstakt Bjarkar-upptökutæki, sem virðist virka þannig að fólk syngur inn í tækið og þá hljómar röddin eins og Björk, en á einhvern dularfullan hátt hermir tækið eftir giska sérstakri rödd söngkonunnar. V
ið fyrstu sýn virðist erfitt að sjá hver notin fyrir tækið eru nákvæmlega – væri ekki einfaldara að kaupa bara einhvern Bjarkar-disk? – en hins vegar gæti þetta auðvitað verið frábært tæki til þess að búa til cover-laga plötuna sem þú hefur alltaf beðið eftir að Björk gefi út. Ímyndið ykkur bara; „Killing in the Name of“ með Björk, Bohemian Rhapsody með Björk, „Relax“ með Björk, „Flugufrelsarinn“ með Björk og Þjóðsöngurinn með Björk – hvern hefur ekki dreymt um slíkar ábreiður? Tækið má skoða betur á haatar.com, sláið upp Bjork í leitargluggann. Svo er bara að bíða og sjá hvenær þeim tekst að búa til tæki sem býr til 30 þúsund áhorfendur á útitónleikana þína ...