Steed Lord aftur af stað

Steed Lord.
Steed Lord.

„Þegar þetta var sem erfiðast uppi á spítala vorum við sammála um að um leið og við hefðum þol í að standa í lappirnar færum við aftur af stað,“ segir Svala Björgvinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord. „Við nennum ekki að gera ekki neitt og vorkenna sjálfum okkur.“

Hljómsveitarmeðlimir lentu í bílslysi í apríl og voru sumir þeirra mjög hætt komnir á tímabili. Nú er Steed Lord komin aftur á ról og gott betur því bandið er á leið til Bandaríkjanna í þriggja vikna tónleikaferðalag.

Til að hita upp fyrir Bandaríkjaförina ætlar Steed Lord að halda tónleika á Q-bar í Ingólfsstræti og er von á miklu fjöri því kvöldið hefst með heljarinnar grillveislu kl. 20 og taka DJ Danni Deluxxx og DJ M.E.G.A. þátt í fjörinu. Steed Lord stígur á svið á miðnætti.

Aldrei svona mikið áður

Það er heldur ekki að ástæðulausu að Steed Lord þarf að fara svo víða. Alls staðar bíða þeirra ólmir aðdáendur: „Mikil eftirspurn er eftir hljómsveitinni og margir í Ameríku sem vilja sjá okkur. Það spilar inn í að við erum komin með umboðsmenn bæði í Bandaríkjunum og Evrópu en við sjáum t.d. í gegnum Myspace-síðu hljómsveitarinnar hversu mikill áhuginn er.“

Breytt fólk en sami hljómurinn

En þótt Steed Lord-hljómurinn sé ennþá þá sami neitar Svala því ekki að slysið í apríl hafði mikil áhrif á meðlimi hljómsveitarinar. „Auðvitað breytir þetta manni algjörlega og eftir svona slys tekur maður engu sem sjálfsögðum hlut lengur. Við fundum það sjálf þegar við byrjuðum að semja og æfa að slysið hefur breytt okkur öllum. En við komum sterkari út úr þessu.“

Viðkomustaðir Steed Lord














http://www.myspace.com/steedlord
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup