Leðurblökumaðurinn sló aðsóknarmet

Heath Ledger í hlutverki The Joker í myndinni um Leðurblökumanninn.
Heath Ledger í hlutverki The Joker í myndinni um Leðurblökumanninn.

Nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn, The Dark Knight, sló aðsóknarmet í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina en tekjur af sýningu myndarinnar þar námu 155,34 milljónum dala, jafnvirði 12,3 milljörðum króna. Fyrra metið setti þriðja kvikmyndin um Köngulóarmanninn á síðasta ári, 151,1 milljón dala.

Tekjur af sýningu Hollywoodmynda námu alls 253 í Norður-Ameríku um helgina, sem einnig er met. Söngvamyndin Mamma Mia, sem einnig var frumsýnd í síðustu viku, fór beint í 2. sætið á aðsóknarlistanum með 27,6 milljóna dala tekjur.

The Dark Knight hefur fengið afar góða dóma og það eykur einnig áhuga á myndinni, að hún var sú síðasta sem ástralski leikarinn Heath Ledger lék í áður en hann lést í janúar. Christian Bale leikur Leðurblökumanninn

Listinn yfir best sóttu myndirnar um helgina er þessi:

  1. The Dark Knight
  2. Mamma Mia!
  3. Hancock
  4. Journey to the Center of the Earth
  5. Hellboy II: The Golden Army
  6. WALL-E
  7. Space Chimps
  8. Wanted
  9. Get Smart
  10. Kung Fu Panda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir