Nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn, The Dark Knight, sló aðsóknarmet í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina en tekjur af sýningu myndarinnar þar námu 155,34 milljónum dala, jafnvirði 12,3 milljörðum króna. Fyrra metið setti þriðja kvikmyndin um Köngulóarmanninn á síðasta ári, 151,1 milljón dala.
Tekjur af sýningu Hollywoodmynda námu alls 253 í Norður-Ameríku um helgina, sem einnig er met. Söngvamyndin Mamma Mia, sem einnig var frumsýnd í síðustu viku, fór beint í 2. sætið á aðsóknarlistanum með 27,6 milljóna dala tekjur.
The Dark Knight hefur fengið afar góða dóma og það eykur einnig áhuga á myndinni, að hún var sú síðasta sem ástralski leikarinn Heath Ledger lék í áður en hann lést í janúar. Christian Bale leikur Leðurblökumanninn
Listinn yfir best sóttu myndirnar um helgina er þessi: