Fylgdarlið Bjarkar Guðmundsdóttur skýtur föstum skotum að Bubba Morthens á bloggi sínu. Ástæðan er ummæli Bubba í Morgunblaðinu um helgina þar sem hann segir að hann hefði frekar viljað sjá Björk og Sigur Rós halda tónleika til að vekja athygli á fátækt á Íslandi en náttúruvernd. Í blogginu er vakin athygli á miklu tapi Bubba í verðbréfaviðskiptum og spurt hvort kannski hefði átt að tileinka honum tónleikana. Honum væri réttara að gera eitthvað í málunum sjálfur.