Jólasveinar á sumri

Keppni í snjóþrúgustökki er vinsæl keppnisíþrótt á jólasveinaráðstefnunni.
Keppni í snjóþrúgustökki er vinsæl keppnisíþrótt á jólasveinaráðstefnunni. AP

Jólin koma tvisvar á ári í Kaupmannahöfn en í dag hófst árleg ráðstefna jólasveina í skemmtigarðinum Dyrehavsbakken norður af Kaupmannahöfn. Þessi ráðstefna hefur verið haldin árlega í rúma hálfa öld og í ár koma 136 jólasveinar þar saman, flestir frá Norðurlöndunum en sumir eru komnir lengra að.

Á ráðstefnunni er rætt um ýmis hagsmunamál jólasveina, svo sem að jól verði haldin oft á ári til að dreifa vinnuálaginu og sett verði staðall um lágmarksstærð strompa svo sveinarnir festist ekki þegar þeir dreifa gjöfum. Þá keppa sveinarnir í ýmsum ýmsum þrautum og íþróttum sem þeir einir hafa áhuga á og á valdi sínu. Þeir  hafa m.a. keppt í snjóþrúgustökki og strompaklifri en þeir munu einnig fara í skrúðgöngu um Kaupmannahöfn, heimsækja börn á sjúkrahúsum og synda í höfninni. 

Jólasveinar heita ýmsum nöfnum en skipuleggjendur ráðstefnunnar í Bakken fullyrða að þátttakendurnir séu allir raunverulegir jólasveinar. Ekki er vitað hvort íslensku jólasveinarnir eru þar á meðal enda halda þeir sig venjulega í fjöllunum á þessum árstíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar