Jólasveinar á sumri

Keppni í snjóþrúgustökki er vinsæl keppnisíþrótt á jólasveinaráðstefnunni.
Keppni í snjóþrúgustökki er vinsæl keppnisíþrótt á jólasveinaráðstefnunni. AP

Jólin koma tvisvar á ári í Kaupmannahöfn en í dag hófst árleg ráðstefna jólasveina í skemmtigarðinum Dyrehavsbakken norður af Kaupmannahöfn. Þessi ráðstefna hefur verið haldin árlega í rúma hálfa öld og í ár koma 136 jólasveinar þar saman, flestir frá Norðurlöndunum en sumir eru komnir lengra að.

Á ráðstefnunni er rætt um ýmis hagsmunamál jólasveina, svo sem að jól verði haldin oft á ári til að dreifa vinnuálaginu og sett verði staðall um lágmarksstærð strompa svo sveinarnir festist ekki þegar þeir dreifa gjöfum. Þá keppa sveinarnir í ýmsum ýmsum þrautum og íþróttum sem þeir einir hafa áhuga á og á valdi sínu. Þeir  hafa m.a. keppt í snjóþrúgustökki og strompaklifri en þeir munu einnig fara í skrúðgöngu um Kaupmannahöfn, heimsækja börn á sjúkrahúsum og synda í höfninni. 

Jólasveinar heita ýmsum nöfnum en skipuleggjendur ráðstefnunnar í Bakken fullyrða að þátttakendurnir séu allir raunverulegir jólasveinar. Ekki er vitað hvort íslensku jólasveinarnir eru þar á meðal enda halda þeir sig venjulega í fjöllunum á þessum árstíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir