Lutfi vill aðgang að Spears á ný

Britney Spears þykir hafa blómstrað frá því leiðir hennar og …
Britney Spears þykir hafa blómstrað frá því leiðir hennar og Sam Lutfi skildu. Reuters

Sam Lutfi, fyrrum umboðsmaður söngkonunnar Britney Spears, er sagður líta svo á að þau séu enn vinir og vonast til að hefja störf fyrir hana að nýju eftir að nálgunarbann gegn honum rennur úr gildi og hún tekur aftur við stjórn fjármála sinna af föður sínum. 

Foreldrar söngkonunnar fengu sett nálgunarbann á Lutfi fyrr á þessu ári og skömmu síðar var söngkonan svipt sjálfræði og forsjá hennar falin föður hennar. Þykir hún hafa náð sér mjög vel á strik undir handleiðslu föður síns eftir hrakfarir bæði í einkalífi og starfi á þeim tíma sem Lutfi var umboðsmaður hennar. 

Lutfi  á að koma fyrir dómara vegna málsins þann 31. júlí og mun hann vonast til þess að nálgunarbanninu verði þá aflétt.  Sama dag verður forræði föður Spears yfir henni endurskoðað.

„Sam er sannfærður um að honum muni takast að sýna fram á að nálgunarbannið hafi verið set á rangan aðila og að því verði aflétt þannig að hann geti freistað þess að vernda Britney frá rándýrunum sem sitja um hana,” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins In Touch Weekly. Í kröfu sinni um nálgunarbann sakaði Lynne móðir Britney Lutfi um að stjórna henni með lyfjagjöfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar