Sekt vegna brjóstasýningar ógilt

Annað brjóst Janet Jackson beraðist í söngatriði hennar og Justin …
Annað brjóst Janet Jackson beraðist í söngatriði hennar og Justin Timberlake árið 2004. AP

Bandarískur áfrýjunardómstóll ógilti í dag 550 þúsund dala stjórnvaldssekt, sem bandaríska fjarskiptanefndin ákvað að sjónvarpsstöðin CBS Corp. skyldi greiða vegna óvæntrar brjóstasýningar söngkonunnar Janet Jackson í hálfleik Super Bowl, úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar árið 2004. CBS sýndi beint frá leiknum og skemmtiatriðunum í hálfleik.

Áfrýjunardómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að fjarskiptanefndin hefði farið offari og látið stjórnast af duttlungum þegar hún ákvað að CBS skyldi greiða sekt fyrir að sýna ósæmilegt sjónvarpsefni.

Talið er að um 90 milljónir manna, þar á meðal fjöldi barna, hafi fylgst með því þegar Justin Timberlake söng: „Þú verður nakin áður en þessu lagi lýkur.“ Hann þreif síðan í brjóstahlíf á búningi Jackson og í ljós kom brjóstið bert. Jackson og Timberlake sögðu á eftir að um hefði verið að ræða „búningabilun". 

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að fjarskiptanefndin hefði brugðið út af 30 ára hefð fyrir því að sekta því aðeins sjónvarpsstöðvar fyrir að sýna ósiðlegt sjónvarpsefni, að áhorfendur hafi komist verulega úr jafnvægi. Atriðið, sem þetta mál snérist um, hafi verið allt of stutt og lítilfjörlegt til að falla undir slíka skilgreiningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar