Christian Bale handtekinn vegna líkamsárásar

Breski leikarinn Christian Bale var handtekinn í Lundúnum í  morgun eftir að lögreglunni barst kæra frá móður og systur, sem sögðu að Bale hefði ráðist á þær á sunnudagskvöld. Bale, sem er 34 ára, leikur aðalhlutverkið í nýjustu myndinni um Leðurblökumanninn, sem slegið hefur aðsóknarmet um allan heim.

Breskir fjölmiðlar segja, að mæðgurnar hafi komið á lögreglustöð í Hampshire í suðurhluta Englands og lagt fram kæru á hendur Bale. Segja þær að Bale hafi ráðist á þær á Dorchesterhótelinu í Lundúnum á sunnudagskvöld.

Kæran var send til Lundúnalögreglunnar. Breska blaðið The Sun segir að lögregla hafi ekki viljað handtaka Bale í gær vegna þess, að nýja kvikmyndin var frumsýnd í Lundúnum í gærkvöldi.  

Christian Bale kemur á frumsýningu kvikmyndarinnar um Batman í Lundúnum …
Christian Bale kemur á frumsýningu kvikmyndarinnar um Batman í Lundúnum í gær. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup