Christian Bale handtekinn vegna líkamsárásar

Breski leikarinn Christian Bale var handtekinn í Lundúnum í  morgun eftir að lögreglunni barst kæra frá móður og systur, sem sögðu að Bale hefði ráðist á þær á sunnudagskvöld. Bale, sem er 34 ára, leikur aðalhlutverkið í nýjustu myndinni um Leðurblökumanninn, sem slegið hefur aðsóknarmet um allan heim.

Breskir fjölmiðlar segja, að mæðgurnar hafi komið á lögreglustöð í Hampshire í suðurhluta Englands og lagt fram kæru á hendur Bale. Segja þær að Bale hafi ráðist á þær á Dorchesterhótelinu í Lundúnum á sunnudagskvöld.

Kæran var send til Lundúnalögreglunnar. Breska blaðið The Sun segir að lögregla hafi ekki viljað handtaka Bale í gær vegna þess, að nýja kvikmyndin var frumsýnd í Lundúnum í gærkvöldi.  

Christian Bale kemur á frumsýningu kvikmyndarinnar um Batman í Lundúnum …
Christian Bale kemur á frumsýningu kvikmyndarinnar um Batman í Lundúnum í gær. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir